Með aldrinum minnkar testósterón karlmanna og um leið eykst hættan á hjartasjúkdómum, vöðvarýrnun, beinþynningu, þunglyndi og dapurlegri frammistöðu í kynlífi. Ástralskir vísindamenn sögðu nýlega frá niðurstöðum rannsóknar sem þeir kölluðu “Rannsókn á heilbrigðum karlmönnum”. Þeir komust að því að lífsstíllinn og arfgengir þættir höfðu mikil áhrif á lækkandi testósteróngildi í flestum miðaldra og fullorðnum karlmönnum. Lækkunin var mest hjá þeim sem áttu í höggi við króníska sjúkdóma. Höfundar rannsóknarinnar sögðu að testósterón-lyfjagjöf til eldri karlmanna sé of algeng og að lífsstílsbreytingar væru heppilegri til að hámarka náttúruleg efnaskipti vegna testósteróns og efla heilbrigð efnaskipti í líkamanum.
(HealthDay News, 7. Júní 2011)