Site icon Fitness.is

Kviðfita eykur hættuna á dauðsfalli af völdum hjartaáfalls

feitur maður á vigtDauðföll vegna hjartaáfalls eru ekki sérlega algeng, sérstaklega ekki meðal íþróttamanna og yngra fólks. Kransæðastífla er mun algengari dánarorsök, sérstaklega hjá eldra fólki. Samkvæmt rannsókn sem gerð var af Selcuk Adabag við Læknamiðstöð hersins í Minneapolis eykur mikil kviðfita hættuna á hjartaslagi um 100% í samanburði við fólk sem er ekki með mikla kviðfitu. Kviðfita var metin út frá líkamsþyngdarstuðli, mittismáli og mælingum á hlutfalli á milli mittis og mjaðma. Niðurstöðurnar voru bornar saman við fylgni við háþrýsting, sykursýki, blóðfitu og hjartasjúkdóma, hjartabilun og hjartastækkun. Lögð var fram sú tilgáta að aukin kviðfita hefði áhrif á bólgur í öllum líkamanum.
(Heart, vefútgáfa 19 nóvember 2014)

Exit mobile version