Site icon Fitness.is

Kviðfita eykur hættu á hjartaáföllum

Fólk fitnar sem aldrei fyrr og offituhlutfall landans fer jafnt og örugglega hækkandi. Fitan – helsta birtingareinkenni þessa faraldurs er ekki öll sköpuð eins. Fita á lærum og rassi kann að vera til vandræða en það er kviðfitan sem er beinlínis lífshættuleg. Finnskir vísindamenn uppgötvuðu að karlmenn á aldrinum 42-60 ára sem voru með mikla kviðfitu voru þrefalt líklegri til að fá hjartaáfall og brjóstverki en karlar með minni kviðfitu.

Talið er að tengsl séu á milli kviðfitu og insúlínviðnáms sem getur valdið háum blóðþrýstingi og hækkun kólesteróls. Kyrrsetukarlar með ýstru sem reykja þar að auki eru í enn meiri hættu á að fá hjartaáfall.

Hið jákvæða er að þeir sem byrja að stunda hreyfingu og æfingar geta náð miklum framförum í átt til betri heilsu – jafnvel áður en þeir léttast að ráði.

(Europ Heart J, 23: 706-713)

Exit mobile version