Site icon Fitness.is

Kristján Samúelsson sigraði á Mr. Fitness Performance Cup

Kristján Samúelsson sem nýverið keppti á Íslandsmótinu IFBB í fitness sigraði á Mr. Fitness Performance Cup mótinu sem haldið var í Danmörku um síðastliðna helgi. Keppnin samanstendur af samanburði og hraðaþraut og sigraði Kristján í báðum greinum.Í hraðaþrautinni var Kristján rúmar 5 sek á undan næsta manni, en þrautin tók tæpar tvær mínútur sem er í lengri kantinum fyrir svona hraðaþrautir. Kristján sem þessa dagana er búsettur í Danmörku var þarna að taka þátt í sinni fyrstu keppni með þessum frábæra árangri. Performance Cup keppnin er haldin samhliða Mr. Fitness keppninni í Danmörku en er frábrugðin henni að því leyti að keppt er í hraðaþraut í stað danslotu. Íslendingar hafa áður haldið utan til að taka þátt í þessari keppni, en þetta er í fyrsta skipti sem komist er á verðlaunapall og þess þá heldur að sigra. Það er því óhætt að segja að síðasta helgi hafi verið sigursæl fyrir íslenska fitness- og vaxtarræktarkeppendur.

Exit mobile version