Site icon Fitness.is

Kreatín og HMB virka best saman

Búið er að gera fjölmargar rannsóknir sem sýna fram á að kreatín og HMB (ß-hydroxy-ß-methylbutryrate) auka vöðvamassa og styrk. Hinsvegar hafa vísindamenn ekki fram til þessa gert rannsóknir sem sýna fram á það hvernig þessi tvö efni virka saman. Ewa Jówko og félagar við Íþróttastofnunina í Varsjá í Póllandi báru saman áhrif þess að taka annað hvort kreatín, HMB, HMB og kreatín eða lyfleysu í þrjár vikur með tilliti til vöðvamassa og styrks. Styrkurinn var mældur með árangri í mörgum algengum lyftum og æfingum. Hópurinn sem tók HMB ásamt kreatíni hafði töluvert forskot í vöðva- og styrktaraukningu. Eitt af því sem þessi rannsókn þykir sýna er að kreatín og HMB auki vöðvamassa og styrk hvort á sinn hátt sem saman auka árangur. Ljóst var að árangurinn var meiri með því að taka þau saman heldur en með því að taka þau í sitt í hvoru lagi.

(Nutrition, 17: 558-566, 2001)

Exit mobile version