Site icon Fitness.is

Kreatín eykur ekki magn krabbameins-valdandi efna í líkamanum

Hið vinsæla bætiefni Kreatín-einhýdrat eykur ekki magn krabbameinsvaldandi efna í blóðinu. Líklega er kreatín lang-vinsælasta bætiefnið í heiminum í dag meðal líkamsræktarfólks og íþróttamanna frá því það kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir ríflega 20 árum. Kreatín eykur styrk og kraft og flýtir fyrir því að menn jafni sig á milli átaka. Það eflir einnig efnaskiptavirkni innan frumna með því að auka magn kreatín-fosfats. Sumir vísindamenn hafa varað við því að kreatín gæti hugsanlega valdið krabbameini vegna þess að það brotnar niður í eitruð efni sem nefnast heterocyclic amín (HCA) Bruno Gualano og félagar við Íþrótta- og heilbrigðisstofnunina í Sao Paulo í Brasilíu komst að því að hvort sem teknir voru litlir eða stórir skammtar af kreatíni hækkaði magn HCA efna ekki í blóði.  Þeir ályktuðu sem svo að kreatín-einhýdrat auki ekki hættuna á krabbameini með því að mynda krabbameinsvaldandi efni.
(Journal of Physiology, vefútgáfa 6. júlí 2015)

Exit mobile version