Site icon Fitness.is

Kostir og gallar einkaþjálfunar

Þegar þú ætlar að ráða einkaþjálfara eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

Mun ég ná betri árangri með einkaþjálfara í stað þess að æfa einn/ein eða með æfingafélaga? Hversu lengi hef ég efni á að ráða einkaþjálfara? Mun ég geta haldið áfram að æfa þegar einkaþjálfarinn er ekki lengur til staðar. Hvað hefur einkaþjálfarinn fram að færa sem ég get ekki lært af bókum eða með því að spyrja æfingafélaga í ræktinni?

Helstu kostir einkaþjálfunar

Helstu gallar einkaþjálfunar

Við hverju má búast frá einkaþjálfaranum?

Tilgangurinn með því að ráða einkaþjálfara er breytilegur eftir því hver á í hlut. Líklega eru flestir að leita að faglegri ráðgjöf við að komast í betra form, auka þol, styrkjast og stæla vöðva. Einkaþjálfari getur búið til æfingakerfi eða breytt gömlu æfingakerfi þannig að meiri árangur sé líklegri en þegar æft er á eign vegum.

Óhæfir einkaþjálfarar

Einkaþjálfarar eru misjafnir. Engu líkara er en að annar hver maður í ræktinni hafi farið á námskeið eða í nám og kalli sig einkaþjálfara. Sumir eiga langt og gott nám að baki á meðan aðrir fóru á helgarnámskeið.

Nám og reynsla er umdeildur kokteill og hvorki nám né reynsla er eitt og sér uppskrift að góðum einkaþjálfara. Það er því vissara að velja einhvern sem er hæfur, hefur reynslu og fær meðmæli frá einhverjum sem þú þekkir og treystir. Sumir bjóða jafnvel upp á prufutíma.

Það er kostur ef einkaþjálfari hefur góða menntun í sínu fagi og sömuleiðis kostur ef viðkomandi hefur sýnt fram á mikla reynslu.

Fjarþjálfun

Hafa ber í huga að það eru ákveðin atriði sem ekki er hægt að kenna í gegnum síma eða tölvu í fjarkennslu. Fjarþjálfari getur ekki gert ákveðnar athuganir né prófað þig í þreki eða styrk. Fjarþjálfun hefur því verulegar takmarkanir. Hvatning og ákveðin öryggisatriði í sjálfum æfingunum eru ekki til staðar í fjarþjálfun með sama hætti og í einkaþjálfun. Fjarþjálfun getur því haft ákveðna kosti en hafa ber í huga þær takmarkanir sem henni fylgja.

Samantekt

Einkaþjálfarar eru frábær leið til að komast í form. Þeir leggja sig fram við að koma þér í form og sérhanna æfingakerfi fyrir þig ásamt því að gefa þér ráð varðandi mataræði. Hvatningin sem þeir veita til að mæta og leggja meira á sig er afar mikilvæg og líklega ein og sér það sem helst er borgandi fyrir.

Góður einkaþjálfari kemur þér líka upp og yfir brekkurnar í lífinu ef svo má segja. Allir eiga sér slæma daga og þá er einkaþjálfarinn góður félagi. Það er líklegt að margir nái frekar markmiðum sínum undir leiðsögn einkaþjálfara fremur en að eigin frumkvæði. Það er því mikilvægt að velja vel þegar leitað er að einkaþjálfara.

Exit mobile version