Site icon Fitness.is

Kolvetnahleðsla í átökum getur bætt árangur

MadurhandlodMiklar æfingar eru lykillinn að vöðvauppbyggingu vegna þess að álagið á vöðvana setur í gang nýmyndun vöðvaprótína. Miklar æfingar kalla á mikla orku innan vöðvana og koma þá helst við sögu ATP, kreatínfosfat, glýkógen, fita og orka í blóðrásinni í formi glúkósa (sykurs). Vöðvaglýkógen er ekki óendanleg orkuuppspretta og því er þreyta fljót að segja til sín þegar álag er mikið og orkubyrgðirnar tæmast. Benjamín Wax og félagar við Mississippi Ríkisháskólann í Bandaríkjunum sýndu fram á að menn næðu meiri árangri á löngum æfingum þegar þeir fengu kolvetni á meðan átökum stóð í samanburði við gervikolvetni. Ef sömu niðurstöður eiga við um líkamsrækt er líklegt að kolvetnahleðsla á meðan æfingu stendur geti gert æfinguna betri.
(Journal Strength Conditioning Research, 27: 3084-3090, 2013)

Exit mobile version