Site icon Fitness.is

Ketilbjölluæfingar eða venjuleg lóð?

Kona með ketilbjöllurÞjálfun með ketilbjöllum byggist á að sveifla eða lyfta ketilbjöllum með því að nota mjaðmir og fætur og halda bakinu stöðugu. Kosturinn við ketilbjölluæfingar er sá að þær byggja á fjölbreyttum alhliða hreyfingum sem gagnast við flest í hinu daglega lífi og íþróttum. Sannkölluð samhæfing hugar og líkama þar sem við þurfum að þjálfa jafnvægi og hreyfigetu um leið og tekið er á.

Flestar æfingarnar byrja með hnén bogin, mjaðmir aftur, brjóst fram og handleggir út. Hryggurinn og höfuðið eiga hinsvegar að vera hlutlaus. Æfingarnar eru taldar hjálpa vel við að þjálfa ákveðnar hreyfingar. Aftur á móti eru engar vísindalegar sannanir sem sýna fram á að æfingakerfi sem byggjast á ketilbjöllum séu betri eða hafi eitthvað fram yfir æfingakerfi sem byggjast á hefðbundnum lóðum. Gallinn við ketilbjölluæfingarnar er að í sumum tilfellum er um flóknar hreyfingar að ræða sem fólk gerir ekki rétt. Afleiðingarnar geta verið meiðsli í baki eða öxlum.
Ef þær eru rétt gerðar eru þær hinsvegar skemmtilegar og geta verið góð viðbót við hvaða æfingakerfi sem er. Æfingar eiga að vera skemmtilegar. Það er kostur.
(Strengt and conditioning Journal, 35 (5): 27-28, 2013)

Exit mobile version