Site icon Fitness.is

Karen Lind R. Thompson

karenLind_EG25105Nafn: Karen Lind R. Thompson
Fæðingarár: 1990
Bæjarfélag: Reykjavík
Hæð: 169
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna -171
Heimasíða: https://www.facebook.com/KarenLindThompson
Atvinna: Sölumaður og fjarþjálfari

Keppnisferill

Íslandsmót IFBB 2012 – 1.sæti
Arnold classic Europe 2012 – 13.sæti
Bikarmót IFBB 2012 – 1.sæti
Íslandsmót IFBB 2013 – 1.sæti
Loaded cup 2013 – 4.sæti
Heimsmeistaramót 2013 – 12.sæti
Arnold classic Europe 2013 – 2.sæti
Bikarmót IFBB 2013 – 1.sæti og heildarsigurvegari í módelfitness
Íslandsmót IFBB 2014 – 1. sæti og heildarsigurvegari í módelfitness

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég var nú að skoða myndir af bikarmótinu 2011 þegar að ég hugsaði með mér að ég gæti nú alveg gert þetta. Svo að ég ákvað að slá til og hóf undirbúning fyrir mitt fyrsta mót sem var um páskana 2012.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Undanfarna mánuði hef ég æft hvern vöðvahóp tvisvar sinnum í viku. Enda oft lítill timi milli móta til þess að betrum bæta og hver æfing skiptir máli. Ég tek alltaf stutta brennslu eftir æfingar og cirka 2-4 auka brennslur.
Þegar nær dregur að móti og um mánuður í mót að þá bæti ég við morgunbrennslunum en þá tek ég morgunbrennslu 4-5 sinnum í viku.
Ég reyni líka að vera mjög dugleg að teygja og rúlla líkamann alltaf eftir æfingar og stundum rúlla ég fyrir æfingar.
En þegar að álagið er svona mikið þá er það mjög mikilvægur partur fyrir mig að rúlla til þess að losa um þreytuverki líkamans. Sem sagt þegar ég er sem næst móti þá eru æfingarnar um 10-11 í viku.
Það skiptir bæði mig og þjálfarann minn hann Jóhann Norðfjörð miklu máli að líðanin sé góð bæði andlega og líkamlega.

Hvernig er mataræðið?

Þegar ég er í niðurskurði þá finnst mér svo frábært hvað ég fæ að vera á blönduðu fæði. Fæ ennþá nóg af kolvetnum til þess að líða vel og uppáhalds tími dagsins hjá mér er þegar ég fæ mér djúsí grænt epli.
Morgunmatur: hafragrautur
Millimál 1: epli
Hádegismatur: kjúklingahakks salat
Millimál 2: epli og prótein
Kvöldmatur: Kjúklingur og sætar
Tek æfingu þar á eftir og svo casein mjólkurprótín frá Muscle Pharm fyrir háttinn
Mér líður ofboðslega vel á þessu matarræði, en það er mjög mikilvægt fyrir mér að manni kvíðir ekki fyrir matartímanum.

Seturðu þér markmið?

Ég reyni alltaf að setja mér lítil markmið fyrir hvert mót. Það er alveg sama í hvaða sæti maður lendir, maður getur alltaf lagfært eitthvað. Hér er listi yfir nokkur af markmiðunum sem ég set mér fyrir mótin sem eru á næstunni hjá mér.
1. Stærri og mótaðri kúlurass (hver er ekki með þetta markmið?
2. Stækka og móta kálfa (er með mjög erfiða kálfa)
3. Hafa gaman af ferðinni (mjög mikilvægt! enga pínu og kvöl)
4. Bæta pósu rútínuna.
5. Bæta kvið (er með fullkomna mynd af kvið í höfðinu sem ég ætla að ná)

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Mér finnst alltaf ofboðslega gott til þess að „boosta“ upp metnaðinn aftur hjá mér, að skoða myndir af flottum fitness konum, sækja mér nýja tónlist fyrir ræktina og horfa á keppnismyndbönd. Á extra erfiðum dögum hringir maður í Jóhann og hann nær að laga allt á núll einni.

Exit mobile version