Site icon Fitness.is

Kalt bað flýtir fyrir orkuheimt eftir erfiðar æfingar

vetur, veikindi, bólgur,

Samkvæmt rannsókn sem Kane Hayter og félagar við James Cook Háskólann í Ástralíu gerðu getur kalt bað í kjölfar erfiðra æfinga flýtt fyrir endurnæringu og orkuheimt vöðva.

Rannsóknin fólst í að þátttakendur í rannsókninni voru settir í 13 gráðu heitt bað í 15 mínútur í kjölfar erfiðra æfinga við hóflegt álag. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru óþjálfaðir og höfðu takmarkaða reynslu af æfingum. Þeir sem fóru í kalda baðið stóðu sig 10% betur en viðmiðunarhópur í hjólreiðaspretti 24 tímum eftir æfinguna.

Rannsóknin var ekki stór en aðrar rannsóknir sem sumar skarta stærra úrtaki hafa sýnt það sama – að kalt bað í kjölfar æfinga flýti fyrir orkuheimt vöðva í kjölfar æfinga.

(Peer J, vefútgáfa 28 mars, 2016)

Exit mobile version