Site icon Fitness.is

Kaffi veitir vörn gegn lifrar- sjúkdómum

Margir hætta að drekka kaffi þegar ætlunin er að taka upp heilbrigðan lífsstíl. Orðspor þessa unaðsdrykkjar sveiflast til eins og lauf í vindi en þó verður að segjast að oftar en hitt er fjallað um kaffi á jákvæðan hátt í hinum ýmsu miðlum. Það kunna því að vera mistök að sleppa kaffinu þegar markmiðið er heilbrigður lífsstíl. Margar rannsóknir benda til að kaffi hafi jákvæð áhrif á heilsuna.

Kaffi örvar miðtaugakerfið sem eflir um leið hugsun, bætir geð og dregur úr sleni. Það dregur úr hættunni á áunninni sykursýki, Parkinson sjúkdómnum og gallsteinum. Það veldur hinsvegar svefnleysi, brjóstsviða og örvar hjartslátt. Kaffi er líka gott fyrir lifrina. Í rannsókn sem náði til rúmlega 125,000 sjúlinga og gerð var af vísindamönnum við Kaiser Permanente heilbrigðisstofnuninni í Oakland í Kaliforníu kom í ljós að fólk sem drekkur mest af kaffi er ólíklegast til að fá skorpulifur. Kaffiunnendur voru líka með minna af transamínasa-ensímum sem eru mælikvarði á lifrarskemmdir.

(Archives Internal Medicine, 166: 2404; Archives Internal Medicine, 166: 1190-1195)

Exit mobile version