Site icon Fitness.is

Íslandsmótið í fitness verður haldið 6. nóvember í Hofi á Akureyri

Fitnessmót hafa ekki verið haldin hér á landi frá tilkomu Covid-19 faraldursins. Nú rofar til og sjá má ljós við enda Covid-gangana. Ætlunin er því að stefna á að halda Íslandsmót IFBB í fitness 6. nóvember í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Mögulega verður ástandið í þjóðfélaginu orðið með eðlilegu móti þegar komið er fram í nóvember. Gangi áætlanir stjórnvalda eftir er möguleiki að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur í júní en óvissa er um það hvenær hömlum verði að fullu aflétt. Það var til skoðunar að halda mót í júní en ekki eru taldar forsendur til þess á þessum tímapunkti. Ætla má að ráðlegra sé að bíða fram á haust og gefa keppendum þannig góðan tíma til undirbúnings í stað þess að fara of snemma af stað.

Ef allt fer aftur til fjandans í Covid-faraldrinum og eitthvað óvænt kemur upp verður mótið samt sem áður haldið – þá án áhorfenda ef þurfa þykir – allt eftir því hvaða reglur verða í gildi í nóvember.

Þeir sem voru að leita að markmiðum geta því stillt dagatalið á 6. nóvember, dustað rykið af keppnisgallanum og drifið sig í ræktina að rífa í lóðin.

Exit mobile version