Site icon Fitness.is

Hver verður þróunin?

Spámenn í bandarískri ráðgjafanefnd um líkamsrækt hafa sent frá sér eftirfarandi framtíðarsýn á það sem kemur til með að gerast í náinni framtíð í líkamsræktariðnaðinum:

  1. Hlaupabretti og lóð koma til með að víkja að hluta fyrir klifri, gönguferðum í náttúrunni og annarri hreyfingu úti. 
  2. Hugarfarslegar greinar á borð við Hatha Yoga, Tai Chi og Pilates koma til með að verða vinsælli.
  3. Vatnsæfingakerfi í sundlaugum fyrir eldra fólk koma til með að verða algengari.
  4. Einkaþjálfun og ráðgjöf kemur til með að færast í auknum mæli á Internetið þannig að hægt verður að eiga gagnvirk samskipti við þjálfara óháð staðsetningu.
  5. Tæknivæddari búnaður gerir mönnum kleift að sækja æfingaáætlanir og aðrar upplýsingar í lófatölvur sem hægt er að fara með hvert sem er. 
  6. Litlar æfingastöðvar verða settar upp í auknum mæli í flughöfnum, stórmörkuðum og á almenningssvæðum og gert verður ráð fyrir æfingaaðstöðu í nýbyggingum. 
  7. Líkamsrækt með það að markmiðið að viðhalda heilsunni kemur til með að verða algengari í stað þess að markmiðið sé eingöngu að fá stinnan kropp. Forvarnir gegn ýmsum sjúkdómum munu felast í æfingum til þess að vinna gegn sykursýki, hjartasjúkdómum og þunglyndi.
Exit mobile version