Site icon Fitness.is

Hvenær á að borða?

Hitaeiningar eru ekki alltaf jafn fitandi þegar tekið er tillit til þess hvenær þeirra er neytt. Hitaeiningar eru orka, og rannsóknir sýna fram á það að sé megnið af þeim borðað fyrri hluta dagsins frekar en seinnihluta verður minna af þeim að fitu. Það er vegna þess að við brennum fleiri hitaeiningum á meðan við erum vakandi og að gera eitthvað heldur en þegar við erum sofandi eða í afslöppun. Ein rannsókn sýndi að fólk sem borðaði 2000 hitaeininga morgunverð léttist á meðan tveir – þriðju af þeim sem borðuðu sama hitaeiningamagn í kvöldmat þyngdust. Því miður er öllum óþarfa hitaeiningum sem neytt er að kvöldi breytt í fitu. Til þess að hafa stjórn á líkamsþyngdinni er best að dreifa máltíðunum yfir daginn þannig að úr verði 3 – 5 máltíðir og borða megnið af hitaeiningunum fyrri hluta dagsins. Gott er því að venja sig við léttan kvöldverð.

Exit mobile version