Site icon Fitness.is

Hvað á að borða mikið prótín eftir æfingu?

Strong Athletic Man Fitness Model Torso showing six pack abs. holding bottle of water and towel

Með því að borða prótín innan tveggja tíma frá æfingu eykst nýmyndun vöðvaprótína í líkamanum. Prótínið þarf að innihalda nauðsynlegar amínósýrur eins og leucine því þær eru uppbyggingarefni prótíns.

Þær virkja það efnaskiptaferli sem þarf að eiga sér stað til þess að nýmyndun vöðva fari í gang. Vísindamenn hafa mælt hversu mikið af prótíni er ákjósanlegast fyrir vöðvauppbyggingu með því að gefa þátttakendum í rannsókn 0, 5, 10, 20 og 40 grömm af eggjaprótíni til þess að mæla hversu mikil nýmyndun vöðvaprótína á sér stað eftir æfingu með lóðum. Samkvæmt þeirra niðurstöðum eru 20 g ákjósanlegt magn til þess að stuðla að nýmyndun vöðvaprótína eftir æfingu.
(American Journal of Clinical Nutrition, 89: 161-168, 2009)

Exit mobile version