Site icon Fitness.is

Húsfyllir á Bikarmótinu í Austurbæ

Húsfyllir var í gærkvöldi á Bikarmeistaramóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna sem fram fór í Austurbæ í Reykjavík. Urðu margir frá að hverfa þegar uppselt varð á keppnina. Hvað eftir annað ætlaði þakið af húsinu enda var stemningin í hápunkti þegar hver meistarinn á eftir öðrum steig á svið. Alls kepptu 43 keppendur í sex keppnisflokkum. Var mál manna að sterkar mót hefði ekki verið haldið lengi enda voru keppendur allir í frábæru formi og þarna mættust margir af okkar bestu keppendum.Í karlaflokki kepptu 7 keppendur og fór svo að Arnar Grant sigraði. Nýliðarnir Elmar Freyr Elíasson og Evert Víglundsson fylgdu fast á eftir honum í öðru og þriðja sæti. Keppt var í tveimur hæðarflokkum í fitnessflokki kvenna. Undir og yfir 164 sm flokkum. Anna Bella Markúsdóttir sigraði í undir 164 sm flokki og Kristín Kristjánsdóttir sigraði í yfir 164 sm flokki. Mjög jafnt var á með þeim og fór svo að fjórir dómarar af sjö dæmdu Önnu Bellu sigurinn og hampaði hún því bikarmeistaratitlinum.
Það var enginn hægðarleikur fyrir dómarana að dæma á milli keppenda í módelfitness. Í þessum keppnisflokki eru aðrar áherslur hjá dómurum heldur en í fitness. Minni áhersla er lögð á að keppendur séu skornir, vöðvastærð verður að vera mjög hófleg og framkoma og fegurð skiptir miklu máli. Í flokkun kepptu 11 keppendur sem voru hver öðrum betri. Guðrún Hafdís Thoroddsen stóð uppi sem bikarmeistari í módelfitness og voru dómarar nánast á einu máli um að henni bæri sigursætið. Keppnin í flokknum var þó afar jöfn á milli keppenda.
Svavar Már mætti afar vel undirbúinn til keppni og átti sigurinn í vaxtarræktinni nokkuð vísan. Keppnin um annað og þriðja sætið var hinsvegar tvísýnni á milli Sigurðar Gestssonar sem hafnaði í öðru sæti og Garðars Ómarssonar sem hafnaði í þvi þriðja. Var helst að skurðir skildu þá að og hafði því Sigurður betur að lokum.
Hrönn sýndi og sannaði að hún er snillingur í framsetningu á stöðum við tónlist. Rétt eins og á síðasta Bikarmóti ætlaði þakið af húsinu þegar hún steig á svið. Hún var ein kvenna um það að keppa í vaxtarrækt að þessu sinni en sýndi svo sómi var að hvernig sviðsframkoma í vaxtarrækt á að vera. Við munum láta myndirnar tala sínu máli hér á fitness.is en þeirra má vænta í næstu vikku. Fjölmiðlar geta þó óskað eftir myndum fyrir þann tíma.
Módelfitness 1 Guðrún Hafdís Thoroddsen 2 Hugrún Árnadóttir 3 Inga Þóra Ingadóttir 4-11 Rannveig Hafsteinsdóttir 4-11 Sara Alexandra Jónsdóttir 4-11 Sigrún Antonsdóttir 4-11 Dísa Edwards 4-11 Bylgja Dögg Sigurðardóttir 4-11 Ester Júlía Olgeirsdóttir 4-11 Þuríður Björg Guðnadóttir 4-11 Adda Maria Olafsdottir Fitness kvenna undir 164 sm 1 Anna Bella Markúsdóttir 2 Solveig Thelma Einarsdóttir 3 Sólrún Stefánsdóttir 4-10 Harpa Kristín Sæmundsdóttir 4-10 Elín María Leósdóttir 4-10 Edda Dögg Ingibergdsóttir 4-10 Solveig Silfá Sveinsdóttir 4-10 Vala Hauksdóttir 4-10 Marianne Sigurðardóttir 4-10 Elín Ösp Sigurðardóttir Fitness kvenna yfir 164 sm 1 Kristín Kristjánsdóttir 2 Rósa Björg Guðlaugsdóttir 3 Kristjana Ösp Birgisdóttir 4-7 Kristín Birna Ingadóttir 4-7 Lilja Björg Þórðardóttir 4-7 Ragnhildur Þórðardóttir 4-7 Ingunn Guðbrandsdóttir Fitness karla 1 Arnar Grant 2 Elmar Freyr Elíasson 3 Evert Víglundsson 4-7 Steinar Berg Bjarnason 4-7 Georg Alexander 4-7 Hrólfur Magni Gíslason 4-7 Jóhann Pétur Hilmarsson Vaxtarrækt karla 1 Svavar Már Einarsson 2 Sigurður Gestsson 3 Garðar Ómarsson 4-7 Gunnar Vilhelmsson 4-7 Júlíus Þór Sigurjónsson 4-7 Sigurkarl Aðalsteinsson 4-7 Benjamin Þór Þorgrímsson Vaxtarrækt kvenna 1 Hrönn Sigurðardóttir Myndir væntanlegar…

Exit mobile version