Site icon Fitness.is

Hugsanlegt að ólífuolía hægi á öldrun

Sjö af tíu þeirra landa sem langlífi er mest í heiminum eiga það sameiginlegt að mataræðið er líkast svonefndu Miðjarðarhafsmataræði. Þessi sjö lönd eru Spánn, Andorra, Ítalía, San Marino, Frakkland, Mónakó og Kýpur.

Miðjarðarhafsmataræðið einkennist af notkun ólífuolíu, hreinu óunnu kjöti, ávöxtum, grænmeti, korni og síðast en ekki síst rauðvíni. Talið er að þarna kunni að liggja skýringin á langlífi í þessum löndum.

Ólífuolían kemur hér við sögu í kjölfar þess að Lucía Fernández del Ríó við Háskólann í Córdoba á Spáni færði rök fyrir því að ólífuolíunni væri að þakka langlífið eftir að hann endurskoðaði þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði.

Kenningin er sú að ólífuolían verki þannig að hún verndi oddhulsur (telómera) gena. Þannig komi hún í veg fyrir niðurbrot á DNA erfðaefninu sem aftur viðhaldi efnaskiptaheilbrigði og verndi stofnfrumur.
(Molecules, 21: 163, 2016)

Exit mobile version