Site icon Fitness.is

Hrotur geta verið hið alvarlegasta mál

Hrotur eru merki um svefnröskun sem getur valdið krónískri þreytu og jafnvel ótímabærum dauða að því ónefndu að hrotur geta verið vandræðalegar. Hægt er að draga úr og jafnvel hætta alveg að hrjóta með einföldum aðferðum sem þurfa ekki að kosta mikið. Það hjálpar að léttast, sofa á hliðinni, sleppa því að drekka vín fyrir svefninn og hreinsa öndunarveginn vel fyrir svefninn. Miklar hrotur eru merki um hindranir í öndunarveginum sem í verstu tilfellum geta verið lífshættulegar. Hægt er að framkvæma skurðaðgerðir sem felast í að fjarlægja vefi í hálsi en slíkar aðgerðir eru bæði sársaukamiklar og virka ekki alltaf. Hrotur eru því ekkert gamanmál og ætti að taka alvarlega.

(The New York Times, 11. desember 2010)

Exit mobile version