Site icon Fitness.is

Hröð niðurleið í hnébeygjum eykur álagið

Hefðbundin hnébeygjuaðferð felst í að fara hægt niður og hraðar upp. Hingað til hafa helstu fræðingar talaði þá aðferð heppilegri til þess að byggja upp styrk, ekki síst með tilliti til þess að forðast meiðsli. Hafa þeir nokkuð til síns máls gagnvart meiðslum, en rannsókn sem Jason Bentley við Háskólann í Houstan í Bandaríkjunum gerði sýnir fram á að styrktaraukning er meiri ef æft er með því að fara hraðar niður en upp. Álagið er meira. Ef ætlunin er að þjálfa kraftinn við að stökkva upp er betra að fara hratt niður.

Gerður var samanburður á tveimur aðferðum. Í fyrsta lagi var æft þannig að niðurleiðin tók eina sekúndu og aðra sekúndu upp. Í öðru lagi voru hnébeygjurnar teknar þannig að niðurleiðin tók þrjár sekúndur en uppleiðin eina. Hægt er að nota léttari þyngdir en auka álagið verulega með því að stjórna hraðanum. Meiri hraði kostar meira álag og skilar sér því í auknum styrk þegar upp er staðið. Það sem fyrst og fremst ber að varast er að þeir sem framkvæma hnébeygjuna illa ættu ekki að reyna að fara hratt niður. Það er ekki öllum lagið að gera hnébeygjur rétt þannig að álag á bak og hné sé eðlilegt og því þarf að vera á hreinu að æfingaformið sé gott áður en hraðinn niður er aukinn. Þeir sem eru stífir í náranum eða neðra bakinu eiga erfitt með að gera hnébeygjurnar rétt og þurfa að gefa sér tíma og teygja vel á til þess að gera þessa móður allra æfinga vel.

(Journal Strength Conditioning Research, prentútgáfa 9. apríl 2010)

 

Exit mobile version