Site icon Fitness.is

Hraðar endurtekningar gefa meira pump

Hægt er að gera fleiri endurtekningar í bekkpressu með því að lyfta hraðar. Hraðar lyftur nýta betur togkraft vöðvana sem hefur áhrif á kraftinn og veldur minni þreytu. Þetta er samantekt á niðurstöðum ástralskra vísindamanna sem mældu vöðvavirkni með vöðvarafrita (EMG) á meðan bekkpressa var framkvæmd á mismunandi hraða og við mismunandi álag. Vöðvarafritinn mælir rafvirkni í vöðvum og getur þannig metið hversu mikil átök eiga sér stað. Átakið mældist minna þegar stönginni var lyft hratt en jókst þegar þreytan sagði til sín og lyftan varð hægari. Aukið blóðflæði og meira pump gerði þátttakendum kleift að taka fleiri lyftur. Ef ætlunin er að lyfta eins oft og hægt er í bekkpressu borgar sig semsagt að lyfta hratt.

(European Journal of Applied Physiology, vefútgáfa 7. júlí 2011)

Exit mobile version