Site icon Fitness.is

Hörkuspennandi forkeppni á Íslandsmótinu

Forkeppni Íslandsmótsins í fitness fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöldi. Til úrslita keppa 15 konur og 17 karlar í hörkuspennandi úrslitakeppni sem fram fer í kvöld – laugardagskvöld og hefst kl 17.00. Keppendur eru í góðu formi og vægt til orða tekið að stefni í hörku keppni enda jafnt á með mönnum. Í forkeppninni var Pétur Friðriksson með flestar upphýfingar og dýfur, eða alls 71 og annar varð Sigurbjörn Ingi Guðmundsson með 64. Komnar eru myndir frá Myndrún ehf í myndasafnið frá forkeppninni og staðan í æfingum karla er hér á eftir. Í formfitness kvenna eru margir góðir keppendur og greinilegt að þetta keppnisform er komið til að vera. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Íþróttahöllina á laugardagskvöld til að fylgjast með spennandi úrslitakeppni. Staðan í æfingum sem gilda 25% í heildarkeppninni:

Upptog Dýfur Samtals Sæti
Pétur Friðriksson 29 42 71 1
Sigurbjörn Ingi Guðmundsson 25 39 64 2
Gunnar G. Magnússon 24 37 61 3
Erlingur Guðmundsson 20 40 60 4
Pálmi Þór Erlingsson 25 30 55 5
Sigurður Örn Sigurðsson 25 29 54 6
Gísli Þrastarson 23 31 54 6
Jóhann Pétur Hilmarsson 18 35 53 8
Einar Ólafur Einarsson 20 31 51 9
Rúnar Ingi Kristjánsson 21 29 50 10
Bjarni Steinar Kárason 16 32 48 11
Sigurkarl Aðalsteinsson 18 30 48 11
Þorgeir Ómarsson 21 23 44 13
Garðar Sigvaldason 14 27 41 14
Baldvin Þeyr Pétursson 12 29 41 14
Tómas Guðmundsson 14 26 40 16
Arnar Þór Þorláksson 22 17 39 17
Exit mobile version