Forkeppninni á Íslandsmótinu í fitness lauk í Sjallanum í dag. Úrslitin fara fram í kvöld klukkan 20.00 og ljóst er að hiti verður í Sjallanum þegar úrslit nálgast. Ótrúlega jafnt er á með efstu keppendum í nokkrum flokkum.Alls keppa 17 keppendur á mótinu en þrátt fyrir að fjöldinn sé ekki meiri er ljóst að úrslit verða spennandi og tvísýn. Við birtum úrslit við fyrsta tækifæri hér á fitness.is.
Hnífjöfn keppni í vaxtarræktinni
