Site icon Fitness.is

Hlutfall offitusjúklinga í heiminum mun verða 20% árið 2025

Íslendingar eru feitasta norðurlandaþjóðin. Offituhlutfallið hér á landi er 23,2% og þar að auki eru 57% landsmanna yfir kjörþyngd – með öðrum orðum í ofþyngd þó þeir flokkist ekki sem offitusjúklingar. Við erum hinsvegar að stefna þangað. Í Bandaríkjunum er offituhlutfallið komið í 35% og þeir sem eru í ofþyngd eru komnir í 74%. Það er afar breytilegt eftir löndum hversu hátt offituhlutfallið er. Í samanburði eru Nýja Sjáland (28%), Bretland (27%), Kanada (26%), Þýskaland (25%), Finnland (23%), Brasilía (19%), Kína (6%) og Japan (5%) með afar breytilegt offituhlutfall en í ljósi þess að þegar spáð er 20% offituhlutfalli eru vanþróuðustu lönd heimsins inni í þeirri tölu en offita er afar lítið vandamál í dag. Alvarleg offita er talin verða um 6% meðal karla og 9% meðal kvenna árið 2025. Þessar tölur byggjast á gögnum um líkamsþyngdarstuðul frá 200 löndum sem safnað var frá 1975 – 2014 og byggðar eru á tæplega 1,700 rannsóknum á nærri 19 milljónum manna.
(The Lancet, 387: 1377-1396, 2016)

Exit mobile version