Site icon Fitness.is

Hlébundnar átakaæfingar ásamt lóðaþjálfun auka þol og styrk

Fjöldi rannsókna frá því á níunda áratugnum hafa sýnt fram á að þolæfingar sem teknar eru samhliða lyftingum draga úr styrk. Grek Cantrell og félagar við Háskólann í Oklahóma hafa hinsvegar komist að því að með því að taka hlébundnar átakaæfingar (HIIT) með lyftingum eykst möguleg súrefnisupptaka um tæplega 10% og styrkur eykst í bæði efri og neðri hluta líkamans. Mike Smith og félagar gerðu svipaða rannsókn sem sýndi fram á að að CrossFit æfingar sem fólu í sér mikil átök og þolæfingar juku líka súrefnisupptöku og bættu vöðvahlutfall líkamans gagnvart fitu.
(European Journal of Applied Physiology, vefútgáfa 5. janúar 2014)

Exit mobile version