Fjöldi rannsókna frá því á níunda áratugnum hafa sýnt fram á að þolæfingar sem teknar eru samhliða lyftingum draga úr styrk. Grek Cantrell og félagar við Háskólann í Oklahóma hafa hinsvegar komist að því að með því að taka hlébundnar átakaæfingar (HIIT) með lyftingum eykst möguleg súrefnisupptaka um tæplega 10% og styrkur eykst í bæði efri og neðri hluta líkamans. Mike Smith og félagar gerðu svipaða rannsókn sem sýndi fram á að að CrossFit æfingar sem fólu í sér mikil átök og þolæfingar juku líka súrefnisupptöku og bættu vöðvahlutfall líkamans gagnvart fitu.
(European Journal of Applied Physiology, vefútgáfa 5. janúar 2014)
Hlébundnar átakaæfingar ásamt lóðaþjálfun auka þol og styrk

