Heiðrún Sigurðardóttir hafnaði í þriðja sæti á Norðurlandamóti í fitness sem haldið var í Osló í Noregi. Sif Garðarsdóttir hafnaði í fjórða sæti í sínum flokki, en þær kepptu í sitthvorum flokknum, yfir og undir 165 sm hæð. Frekar fáir keppendur kepptu í formfitness á mótinu og var mál manna að þær stöllur hefðu báðar átt að lenda ofar í sínum flokkum. Lesendur geta þó dæmt um það sjálfir með því að skoða myndir á www.nkf-ifbb.no .
Heiðrún og Sif í 3 og 4 sæti á Norðurlandamótinu
