Site icon Fitness.is

Hátt gildi estrógens hjá miðaldra karlmönnum mælikvarði á hjartasjúkdóma

Lengi vel töldu vísindamenn að ástæðan fyrir hærri tíðni hjartasjúkdóma meðal miðaldra karlmanna en kvenna væri vegna testósterón hormónsins. Nýjar rannsóknir hafa hinsvegar sýnt fram á að lágt testósteróngildi hjá karlmönnum eykur hættuna á hjartaáfalli, heilablóðfalli, vöðvarýrnun, beinþynningu og þunglyndi. Nýverið hafa menn áttað sig á að mælingar á estrógeni eru áreiðanlegri. Í brasilískri rannsókn kom í ljós að estrogen og lífeðlisfræðilega aðgengilegt estrógen gagnast betur en testósterón til að spá fyrir um kransæðasjúkdóma í karlmönnum.

Vísindamennirnir rannsökuðu æðaþvermál 140 miðaldra karlmanna og skiptu þeim upp í tvo hópa – hófleg æðaþrengsli og mikil æðaþrengsli. Þeir karlmenn sem greindust með lengst komnu kransæðasjúkdómana mældust með hæsta estrogengildið. Ekki var hægt að sjá samhengi á milli kransæðasjúkdóma og mældra niðurstaðna á testósteróni, heildar testósterónmagni, né ýmsum öðrum þáttum sem voru mældir. Estrogenið virðist áreiðanlegasti mælikvarðinn.

(Clinical Endocrinology, vefútgáfa 16. Febrúar 2011)

Exit mobile version