Um helgina kepptu 12 íslendingar á Arnold Classic Europe mótinu í Madríd á Spáni en þar kepptu yfir 700 keppendur í ýmsum flokkum. Mótið er eitt stærsta mót sinnar tegundar en þær Hafdís Elsa Ásbergsdóttir og Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir komust þó báðar á verðlaunapall í sínum flokkum. Hafdís keppti í unglingaflokki í fitness og hafnaði þar í þriðja sæti sem er einn besti árangur sem íslenskur unglingur hefur náð á fitnessmóti fram til þessa. Aðalheiður gerði það sömuleiðis gott þegar hún hafnaði í sjötta sæti í undir yfir 168 sm flokki í módelfitness gegn mörgum sterkum keppendum víðsvegar að úr heiminum.
Íslendingarnir kepptu í ýmsum flokkum en úrslit þeirra urðu eftirfarandi:
Hafdís Elsa Ásbergsdóttir | Junior Women Bodyfitness | 3 sæti |
Kristín Guðlaugsdóttir | Women´s Bikini upto 163 | 9 sæti |
Margrét Gnarr Jónsdottir | Women´s Bikini upto 168 | 13 sæti |
Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir | Women´s Bikini over 168 | 6 sæti |
Magnea Gunnarsdóttir | Women´s Bikini over 168 | 10 sæti |
Margrét Lára Rögnvaldsdóttir | Women´s Bikini over 168 | 12 sæti |
Karen Lind Ríkarðsdóttir | Women´s Bikini over 168 | 13 sæti |
Elín Ósk Kragh Sigurjónsdóttir | Women´s Bikini over 168 | Ekki í úrslit |
Alexandra Nikulásdóttir | Bodyfitness over 168 | Ekki í úrslit |
Einhildur Ýr Gunnarsdóttir | Bodyfitness over 168 | Ekki í úrslit |
Hugrún Árnadóttir | Bodyfitness over 168 | Ekki í úrslit |
Magnús Bess Júlíusson | Master Men 40-49 over 90 | Ekki í úrslit |
Enn sem komið er hafa ekki borist upplýsingar um sæti hjá Magnúsi, Hugrúnu, Einhildi og Alexöndru, en þau voru ekki í efstu sex sætunum. Þegar á heildina er litið mega íslendingarnir vel við una við þessi úrslit þar sem það má ekki gleymast að um er að ræða eitt af sterkustu mótunum sem haldin er í líkamsræktargeiranum.
Nokkrar myndir frá Eastlabs.biz: