Site icon Fitness.is

Gufubað eykur blóðflæði í kransæðum

Menn hafa ekki vitað mikið um heilsufarsleg áhrif þess að fara í gufubað fram til þessa. Helst hefur verið nefnt í því sambandi að húðin hefði gott af gufubaði þar sem hún hreinsaðist vel í hitanum. Sumir vísindamenn hafa jafnvel haldið því fram að hitinn væri ekki heilsusamlegur fyrir suma. Japönsk rannsókn bendir hinsvegar til annars. Vísindamenn við Kogoshima Háskólann létu 25 karla í þurrt gufubað í 15 mínútur og á eftir lögðust þeir í 30 mínútur undir teppi og hvíldust. Þetta gerðu þeir einu sinni á dag í tvær vikur.  Allir mennirnir voru a.m.k. með einn áhættuþátt gagnvart hjartasjúkdómum en þessi meðferð bætti blóðflæðið í gegnum kransæðarnar og blóðþrýstingur minnkaði lítillega. Ennfremur hafði meðferðin jákvæð áhrif á frumur sem eiga þátt í að örva blóðflæði þegar tekið er á eða þegar álag er mikið. Í niðurstöðu vísindamannana kom fram að þeir mæltu með þessari meðferð fyrir fólk sem á við heilbrigðisvandamál að stríða sem gerir æfingar hættulegar. (J. Am Coll. Cardiology, 38: 1083-1088, 2001)

Exit mobile version