Að sögn Neil Francombe sem hefur verið keppnisstjóri Þrekmeistarans hér á landi hentar liðakeppnin nánast hverjum sem er. Það er hinsvegar einstaklingskeppnin sem er hin raunverulega prófraun á þrekið. Í henni þarf einn maður að fara í gegnum 10 æfingar í kapphlaupi við klukkuna. Til upprifjunar fylgir hér listi yfir æfingarnar sem gerðar eru í Þrekmeistaranum fyrir þá sem eru að spá í að vera með í næstu keppni.
- 1. Þrekhjól. Hjólað er 1,5 km á Technogym þrekhjóli á 160 watta átaki.
2. Róður. 500 metrar í Concept2 róðravél. Stilling 10 fyrir karla. Stilling 6 fyrir konur.
3. Niðurtog í vél. Karlar gera 50 endurtekningar með 40 kg, konur 25kg.
4.Fótalyftur magaæfing. 60 endurtekningar.
5. Armbeygjur. Karlar gera 50 endurtekningar, konur 30.
6. Kassauppstig. Stigið upp á 35 cm háan kassa 100 sinnum. Karlar með 10 kg í hvorri hendi, konur 5 kg.
7. Uppsetur magaæfing. 60 endurtekningar.
8. Axlapressa. Karlar gera 40 endurtekningar með 25 kg, konur með 15 kg.
9. Hlaupabretti. 800 metrar í 10% halla.
10. Bekkpressa. 40 endurtekningar. Karlar með 40 kg, konur 25 kg.Frekari upplýsingar um undirbúning fyrir Þrekmeistarann er að finna á greinasafninu
Einnig er hægt að fara í myndasafnið.