Site icon Fitness.is

Glúkósa og ávaxtasykursdrykkur eykur hugsanlega viðnám líkamans gegn kvefi

EM178Líkaminn þarf sérstaklega mikið á glúkósa (blóðsykri) að halda þegar kalt er í veðri. Líkaminn bregst við kulda með því að skjálfa en skjálftinn myndar hita sem varðveitir betur kjarnhitastig líkamans þegar hann þarf að bregðast við köldu umhverfi. Hæfileiki og möguleiki líkamans til að skjálfa byggist á glýkógenforða líkamans í lifur og vöðvum. Líkaminn geymir kolvetnaforða í formi glýkógens.
Rannsókn sem gerð var við Montfort sjúkrahúsið í Ottawa í Kanada sýndi fram á að hægt er að auka upptöku kolvetna með því að drekka vökva sem inniheldur glúkósa og frúktósa (ávaxtasykur). Ávaxtasykurinn breytist í glúkósa og laktat í lifrinni sem sparaði kolvetnaforða líkamans. Vísindamennirnir á bak við rannsóknina drógu því þá ályktun að með því að drekka ávaxtasykurs- og glúkósadrykk væri hægt að efla viðnám líkamans gagnvart kvefi.
(Medicine & Science in Sports & Exercise, 44:1706-1714, 2012)

Exit mobile version