Rannsókn sem gerð var við Montfort sjúkrahúsið í Ottawa í Kanada sýndi fram á að hægt er að auka upptöku kolvetna með því að drekka vökva sem inniheldur glúkósa og frúktósa (ávaxtasykur). Ávaxtasykurinn breytist í glúkósa og laktat í lifrinni sem sparaði kolvetnaforða líkamans. Vísindamennirnir á bak við rannsóknina drógu því þá ályktun að með því að drekka ávaxtasykurs- og glúkósadrykk væri hægt að efla viðnám líkamans gagnvart kvefi.
(Medicine & Science in Sports & Exercise, 44:1706-1714, 2012)