Nafn: Gísli Örn Reynisson Schramm
Fæðingarár: 1983
Bæjarfélag: Reykjavík (Hornafjörður)
Hæð: 177
Þyngd: 93
Keppnisflokkur: Fitness karla, Vaxtarrækt karla að og með 90 kg
Heimasíða eða Facebook: http://www.facebook.com/gislireynis
Atvinna eða skóli: Lögmaður hjá Vátryggingafélagi Íslands hf.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?
Þetta var nokkuð rökrétt ákvörðun eftir að hafa stundað líkamsrækt um nokkurt skeið. Ég sá tækifæri til að láta reyna á sjálfsagann og metnaðinn þótt ég hafi ekki alveg vitað hvað ég væri að fara útí til að byrja með. Löngunin til að komast í topp form spilaði þar einnig með.
Keppnisferill:
Classic bodybuilding (fitness) hjá IFBB árið 2011
Bikarmeistari IFBB -90 kg. vaxtarrækt í nóvember 2012
Íslandsmeistari í -90 kg flokki og heildarkeppni í vaxtarrækt 2014
Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?
Perform.is
Veitingahúsið 73 – 73.is
Hámark próteindrykkur
World Class Laugar
Jói Fel
Sólbaðsstofan Smart
Einar Carl ofurnuddari
Helen kærasta mín
Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?
Mér finnst nauðsynlegt að hafa æfingakerfið sífellt undir skoðun og gera breytingar reglulega – en þó ekki of oft. Þegar ég er utan keppnistímabilsins er ég að æfa 5-6 sinnum í viku og sleppi ekki úr æfingu. Utan keppnistímabilsins æfi ég tvisvar á dag en reyni að taka einn frídag í viku. Eins og margir þekkja þá finnst mér hvíldin erfiðust. Það er mikilvægt að hlusta á líkamann og ef hann öskrar á hvíld – ekki hunsa það.
Ég vill fá mikið blóðfæði á æfingum og er mikið að dropsetta og súpersetta á æfingum – þannig kann ég best við æfingarnar. Sveltisettin hafa verið að koma sterkt inn hjá mér og Magga Sam æfingafélaga mínum – þau er skemmtileg. Svo koma tímabil inná milli þar sem ég æfi þungt og hef lengri hvíld á milli setta.
Æfingavikan hefur undanfarið gróflega verið skipt með eftirfarandi hætti:
Mánudagur: Quads og kálfar
Þriðjudagur: Hvíld
Miðvikudagur: Bak og Bicep
Fimmtudagur: Chest og Tricep
Föstudagur: Hamstring og kálfar
Laugardagur: Axlir
Sunnudagur: Bicep – Tricep
Í keppnisundirbúningi tek ég morgunbrennslur og core magaæfingar og kálfa aukalega flesta daga. Fer í kalda pottinn í baðstofu Lauga.
Hvernig er mataræðið?
Ég borða almennt mjög hollt og forðast sykur, unnar kjötvörur og almennt draslfæði. Í niðurskurðinum er mataræðið grjóthart en á sama tíma mjög gott. Ég fylgi því 100% og svindla ekki.
Flestir dagar í niðurskurði eru svipaðir en þó alls ekki einsleitir eða leiðigjarnir.
Morgunmatur: 100 gr. haframjöl, 250-300 gr. eggjahvítur og 30 gr. whey prótein frá ON (Perform). Blandað kvöldið áður, helst í grautarlíki, og síðan borðað með bestu lyst.
Kl. 9:30 Góður sopi af UDO´s olíu eða Lýsi.
Fyrra kaffi, kl. 10:04: 170-220 gr. sætar kartöflur eða hrísgrjón/bygg og 250 gr. fiskur (helst þorskur úr Hornafjarðardýpi). Nokkrar hnetur eða möndlur.
Hádegið, kl. 12:14: 190-250 gr. sætar kartöflur eða hrísgrjón/bygg og 250-260 gr. fiskur eða kjúklingabringur
Seinna kaffi/fyrir æfingu, kl.15:04: 190-250 gr. sætar kartöflur eða hrísgrjón/bygg og 250 gr. fiskur. Stundum minnka ég fiskinn og bæti þá eggjahvítum við.
Strax eftir æfingu: 40 gr. Whey prótein frá ON (Perform).
Kvöldmatur: 180-250 gr. sætar kartöflur eða hrísgrjón/bygg og 250-270 gr. fiskur/kjúklingabringur/nautakjöt.
Fyrir svefninn: Eggjahvítur og Cassein prótein. Helst hrært saman og sett á pönnu eða í nokkrar sekúndur inní örbylgjuofn.
Á laugardögum hef ég síðan keyrt hitaeiningarnar upp en passa mig að byrja aldrei á því fyrr en eftir klukkan þrjú á daginn. Þá stækka ég skammtana aðeins. Fer í Jóa Fel og fæ mér eina kökusneið (helst gulrótarköku). Um kvöldið fer ég á 73 og fæ mér alvöru 300 gramma hamborgara. Það er samt nauðsynlegt að gæta hófs á þessum svokölluðu nammidögum – það græðir enginn á því að troða ofan í sig öllum heiminum á einum degi.
Mataræðið er ekki eins strangt utan keppnistímabilsins. Þá reyni ég að hafa það fjölbreytt og hafa vel af öllum orkugjöfum, próteini, kolvetnum og fitu. Skammtarnir verða stærri, en sem fyrr þá borða ég lang oftast mjög hollt.
Ég hef svo alltaf eina hillu í ísskápnum sem er bara undir Hámark. Það er frábært að geta gripið í einn kaldan Hámark þegar það hentar.
Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?
Próteinduftið og BCAA
Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?
Ég byrja daginn á að taka fjölvítamín.
Ég tek BCAA (í nokkuð stórum skömmtum) –
Prótein duft (c.a. 2-3 á dag)
Glútamín
Kreatín
Lýsi og Omega 3
Udo´s olíu.
Fyrir æfingu tek ég oft Pre-workout og hef ekki ennþá fundið neitt betra en N.O. X-plode frá BSN.
Utan keppnistímabilsins er ég með þyngingarblöndu inni og hef mikið verið með Pro Complex gainer frá ON. Það er minni sykur í þeirri blöndu en mörgum öðrum.
Til að fá BCAA amínósýrur er ég bæði með Amino-X og Amino Energy inni og svo hreint BCAA frá ON. Þetta fæst allt í Perform.
Svo verð ég að minnast á Fitness Fiber sem fæst í Perform – mjög ódýrar trefjar sem svínvirka.
Ég á líka alltaf einn dúnk af Syntha-6 próteini inní skáp. Það er með ólíkindum gott á bragðið og virkar vel.
Ég hef verið að prófa mig áfram með Beta-Alanine og ætla setja það inn eftir keppni.
Seturðu þér markmið?
Það er mikilvægt að setja sér markmið í þessu sporti. Brjóta þau niður í smærri markmið sem gerir það bærilegra að ná stóra markmiðinu. Það er líka mikilvægt að gleðjast yfir því að ná litlu markmiðunum og þeim stóru. Það er auðvelt að stunda niðurbrotsstarfsemi um eigið ágæti í þessu sporti og því nauðsynlegt að gleðjast yfir því þegar vel gengur og markmiðum er náð.
Markmiðin verða að mínu mati að vera hnitmiðuð og ekki of víðfeðm – sérstaklega smærri markmiðin. Sem dæmi að stefna að því að bæta ákveðin vöðvahóp og vinna þá markvisst að því. Stóra markmiðið gæti þá verið að keppa á tilteknu móti og mæta sem bestur á það mót.
Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?
Ég bý yfir miklum sjálfsaga og því kemur aldrei til greina að sleppa æfingu eða taka lélega æfingu þegar plön hafa verið um annað. Ég man varla eftir að það hafi gerst undanfarin ár. Vissulega koma erfiðir dagar þar sem orkan og áhuginn virðast minni. Þá er gott að hafa sett sér markmið og minni sig á þau. Það er líka merkilegt að oft eru bestu æfingarnar þá daga sem maður er úrvinda eftir vinnudaginn og hefði helst viljað fara heim og slappa af. Það er gott að hafa það bakvið eyrað á erfiðum dögum.
Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?
Ég fylgdist mikið með Ronnie Coleman þegar hann var að keppa – mikill karakter, skemmtileg týpa og alveg hrikalegur.
Annar sem kemur uppí hugann er brautryðjandinn Arnold Schwarzenegger. Hann er fæddur sigurvegari og mikil fyrirmynd í lífinu almennt. Hugarfarið hans er til eftirbreytni og chestið á honum yndislegt.
Af keppendum í dag er það Phil Heath sem stendur uppúr, en þá fyrst og fremst þessi ótrúlega symetría. Virðist gallalaus með öllu.
Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?
Það er að sjálfsögðu góðvinur minn og æfingafélagi Maggi Sam. Með hann sem æfingafélaga hef ég náð miklum árangri enda hafsjór af fróðleik og reynslu.
Jón Páll heitinn verður líka að fylgja með þótt það sé næstum því óþarft að taka fram.
Uppáhalds lögin í ræktinni?
Ég hlusta mikið á rapp. Svo dettur maður inná ýmislegt sem keyrir mann áfram. Það kemur reglulega fyrir að maður gleymir að uppfæra lagalistann sem endar með því að ofnæmið fyrir lögunum verður algjört og varir að eilífu. Það verður því helst að uppfæra tónlistina reglulega enda getur hún flutt fjöll þegar svo ber undir.
Núna eru þessi lög þau helstu:
– Eminem –
– J. Dilla – Lazer Gunne Funke
– Prodigy – Breath
– Kendrick Lamar – m.A.A.d city
– Kanye West – I Am A God
Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?
Sýndu sjálfsaga og vertu heiðarlegur við sjálfan þig.