Site icon Fitness.is

Framstig og hnébeygjur með handlóðum

Sumum líkar illa að gera hnébeygjur með stöngina fyrir framan eða aftan á bakinu. Ástæðan er að það getur verið óþægilegt fyrir vana sem óvana að hafa stöngina á bakinu og eða erfitt að hitta í stangarekkann. Sumum reynist erfitt að taka hnébeygju fyrir framan vegna þess að reynt er að styðja við stöngina með höndunum í stað þess að láta hana hvíla framan á öxlunum og brjóstkassanum. Hnébeygjur með handlóðum í sitthvorri hendi geta leyst þetta vandamál og verið ágætar til að byggja upp styrk í lærunum og losna við óþægindin sem fylgja því að hafa stöng á bakinu eða framan á öxlunum. Er þá haldið á handlóðum í sitthvorri hendi og ýmist gerðar hnébeygjur eða framstig. Þá skiptir miklu að halda bakinu beinu og nota mjaðmirnar vel. Skiljanlega er ekki hægt að taka sömu þyngdir á þennan hátt en þessi útgáfa af hnébeygjum hentar þeim vel sem vilja vinna með léttar þyngdir eða hafa gaman af CrossFit-æfingum.

(Strength Conditioning Journal, 33 (6): 76-78, 2011)

Exit mobile version