
Við notum svonefndan líkamsþyngdarstuðul (BMI) til þess að meta hlutfall vöðva og fitu í líkamanum (BMI=Þyngd / Hæð2). Það að verða faðir hækkar líkamsþyngdarstuðulinn jafnvel þó faðirinn búi ekki á sama heimili og barnið samkvæmt rannsókn sem gerð var af Craig Garfield við Læknaháskólann í Norðvestur-Chicago. Líkamsþyngdarstuðullinn lækkaði hinsvegar að meðaltali hjá barnlausum. Fylgst var með rúmlega 10.000 karlmönnum á 20 ára tímabili. Það að verða faðir eykur einnig líkurnar á sykursýki, kransæðasjúkdómum og ótímabærum dauða.
(American Journal of Men´s Health, vefútgáfa 21. júlí 2015)