Site icon Fitness.is

Fitubrennslu-bætiefni geta valdið taugaveiklun og spennu

Líkamsræktarfólk tekur gjarnan svonefnd fitubrennslu-bætiefni til þess að örva efnaskiptahraða líkamans og draga úr matarlyst. Hraðari grunnefnaskipti brenna vissulega fleiri hitaeiningum og stuðla þannig að léttingu.Jay Hoffman og félagar við heilbrigðis- og þjálfunarsvið Háskólans í New Jersey komust að því að ungt fólk brenndi 22% fleiri hitaeiningum með því að taka þrjú hylki af fitubrennsluefninu Meltdown. Meltdown er nokkuð dæmigert fyrir þau fitubrennslu-bætiefni sem eru á markaðnum og því var það valið. Samanburðarhópurinn tók hinsvegar lyfleysu sem hafði enga verkun. Bætiefnið jók súrefnisnotkun í hvíld um 29% og hvíldarpúls og blóðþrýstingur jókst um 6%. Þeir sem tóku bætiefnið skýrðu hinsvegar frá aukaverkunum á borð við taukaveiklun, andlegri ringulreið og spennu. Meltdown-bætiefnið eins og mörg sambærileg bætiefni inniheldur koffín og ýmis önnur efni sem auka hitamyndun í líkamanum. Virkni Meltdown-bætiefnisins og væntanlega sambærilegra efna var því staðfest hvað fitubrennslu varðar, en aukaverkanir á borð við hækkun blóðþrýsting og taugaveiklun er nokkuð sem fjöldi fólks þarf að varast.
(Journal of the International Society of Sports Nutrition, 6:1, 2009)

Exit mobile version