Site icon Fitness.is

Fertugur og feitur?

Frá Hollandi berast slæmar fréttir frá vísindamönnum. Þeir sem eru alltof feitir um fertugt draga verulega úr lífslíkum. Fólk sem er of feitt um fertugt er að meðaltali að missa þrjú ár af ævinni.Þeir sem flokkast undir það að eiga við offituvandamál að stríða glata enn fleiri árum af ævinni. Konur missa að meðaltali 7,1 ár á meðan karlar missa 5,8 ár. Þeir sem reykja þessu til viðbótar eru í enn verri málum. Konur sem eiga við offituvandamál að stríða og reykja, glata að meðaltali 13,3 árum af ævinni á meðan karlar í sömu sporum glata 6,7 árum. Verstu fréttirnar eru þær að þeir sem eru feitir um miðjan aldur glata engu að síður nokkrum árum af ævinni þó þeir taki sig á og léttist. Þessar niðurdrepandi tölur sýna betur en margt annað hversu alvarlegt offituvandamálið er og hversu mikilvægt er að það sé tekið föstum tökum.
(Ann Intern Med., 138: 24-32, 2003)

Exit mobile version