Site icon Fitness.is

Eru strengir sönn merki um góða æfingu?

Maggi Sam
Maggi Sam hefur örugglega oft fengið strengi.

Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að vöðvaskemmdir eru mikilvæg forsenda þess að vöðvar stækki. Áhrifaríkasta leiðin til að fá vöðva til að stækka er að reyna það mikið á vöðvana að þeir gefist upp með þeim afleiðingum að vöðvaþræðir skemmist. Bólgueyðandi lyf eins og ibuprofen og önnur sambærileg lyf draga úr nýmyndun prótína og því samræmist notkun þeirra ekki því markmiði að stækka og styrkja vöðva.
Brad Schoenfeld og Bret Contreras hafa sett spurningamerki við það að strengir séu alltaf til marks um að vöðvi sé að aðlagast álagi. Misjafnt er eftir vöðvum hversu mikla strengi þeir mynda eftir miklar æfingar. Miklar vöðvaskemmdir geta valdið rákvöðvalýsu (rhabdomyolysis) sem í verstu tilfellum getur valdið dauða. Almennt er sá skilningur vísindamanna sá að strengir séu merki um aðlögun vöðva að álagi með því að stækka en málið er ekki svona einfalt. Bestu æfingarnar eru þær sem hvorki eru of miklar né litlar. Það er kúnst að æfa mikið án ofþjálfunar og hámarka vöðvastækkun.
(Strength and Conditioning Journal, 35 (5): 16-20, 2013)

Exit mobile version