Genarannsóknir hafa sýnt fram á að ákveðinn hópur manna bregst verr við æfingum en almennt þekkist. Talið er að rúmlega 800 gen hafi áhrif á það hvernig við bregðumst við æfingum.
Erfðafræðingurinn Claude Bouchard sýndi fram á að á bilinu 8-13% fólks upplifa neikvæð áhrif í kjölfar æfinga. Insúlín í blóði, þríglyseríð og slagbilsþrýstingur hækkaði og HDL (góða) háþéttnikólesterólið minnkaði.
Aðrir hafa nú rýnt í rannsóknir Bouchard og félaga og þar á meðal er Eric Leifer sem starfar hjá stofnun sem nefnist National Heart, Lung and Blood Institute í Bethesda sem staðsett er í Maryland í Bandaríkjunum. Hann bendir á að Bouchard og félagar hafi ekki gert samanburð við fólk sem stundaði ekki æfingar og því kunni rannsóknir þeirra að vanta nægilega samanburðarhópa til að þykja marktækar.
Eric og félagar skoðuðu 1200 manns og samanburðarhóp og sáu engin merki um að fólk yrði fyrir neikvæðum áhrifum í kjölfar æfinga.
Æfingar gera flestum gott og það er fullkomlega eðlilegt að fólk bregðist misjafnlega við þeim.
(Medicine & Science in Sports & Excercise, 48: 20-25, 2016)