1. Enginn leikur. – Þú eyðir litlum sem engum tíma til leikja eða skemmtana og neitar að taka frí. Þú fyllist meira að segja sektarkennd ef þú skreppur frá í nokkra klukkutíma. Þegar vinnuþræll er ekki að vinna er hann eirðalaus og uppspenntur. Hann þarf á vinnu að halda eins og hún væri eiturlyf.
2. Reynir of mikið. – Vinnan gerir þig kvíðinn og taugaspenntan. Ekkert sem þú gerir á skrifstofunni virðist vera nægilega gott svo að þú fínpússar og lagar til hvert einasta smáatriði hvort sem það eru minnismiðar, reikningar, eða bréf.
3. Líkamleg svörun. – Þetta viðhorf þitt kallar fram viðbrögð hjá líkamanum. Þú ert þreyttur en samt finnst þér ómögulegt að slappa af. Svefninn er slitróttur og þú vaknar oft og ert þá að hugsa um vinnuna. Og það sem verra er, þú ferð á fætur á nóttunni og hellir þér yfir eitthvað verkefni sem þú tókst með heim úr vinnunni. Af líkamlegum kvillum ert þú hugsanlega oft með höfuðverk, magaverk, bakverk og jafnvel með magasár.
4. Einstefnu- lífsmáti. – Þú stundar ekki félagslíf að neinu ráði né ástarlíf. Vinnufélagar þínir eru orðnir drykkjufélagar og á vissan hátt komnir í staðinn fyrir fjölskylduna.
5. Einstefnu hugarfar. – Ákveðni þín í að vinna mikið er farin að valda vandræðum heima hjá þér. Það bitnar á fjölskyldu þinni hve mikið þú vinnur og þú færð að heyra það annað slagið. Auk þess líst samstarfsmönnum þínum ekkert á kröfurnar sem þú gerir í vinnunni en þú röflar bara yfir því að þeir standi sig ekki.
6. Píslavottur. – Þú lítur á vinnuna sem píningu og þig sem píslavott.
Ef þú lítur á of mikið vinnustress sem vandamál, þá er eitt og annað sem þú getur gert við því. Fyrst af öllu er að reyna að endurskipuleggja vinnunna. Þá skiptir mestu máli að hætta að eyða tíma í það sem skiptir ekki máli eða borgar sig ekki. Taktu frá ákveðinn tíma í hverri viku sem þú getur notað til þess að skemmta þér eða hreinlega bara slappa af með þínum nánustu. Einnig er nauðsynlegt að vera einn annað slagið og gera ekki neitt til þess að átta sig á hlutunum og hugsa sinn gang.
Að lokum verður þú að vera við því búinn að taka mikilvægar ákvarðanir í sambandi við launakjör og stöðu ef yfirmaður þinn stuðlar að því að gera þig að vinnuþræl. Í rauninni gætir þú þurft að skipta um starf og verður í því sambandi að ákveða hvað það er sem þú vilt gera og þá er nauðsynlegt að hafa það í huga að maður getur ekki fengið allt af því að maður getur ekki gert allt.