Site icon Fitness.is

Epli góð vörn gegn hjartaáfalli

Fólk sem borðar a.m.k. eitt epli á dag á síður hættu á að fá hjartaáfall en fólk sem ekki borðar epli. Þetta er niðurstaðan úr rannsókn sem Dr. Paul Knekt og félagar við Heilbrigðisstofnunina í Helsinki í Finnlandi gerðu. Kannað var mataræði 9,000 heilbrigðra karla og kvenna á 15 ára tímabili. Þeir voru ekki vissir hvort það væru eplin sem fyrirbyggðu hjartaáföllin, eða hvort það væru lífshættir þeirra sem borða epli sem höfðu þessi áhrif. Hugsanlegt er að þeir sem borða epli æfi meira, borði hollara fæði eða séu afslappaðri en aðrir.Ennfremur er möguleiki að ástæðan sé sú að epli innihalda fenólsýrur sem eru öflugir sindurvarar sem gætu hugsanlega verndað æðar í heilanum gegn sjúkdómum. Hver svo sem ástæðan er eru epli góður kostur.

Exit mobile version