Site icon Fitness.is

Ekki æfa á tómum maga

Vöðvar þurfa amínósýrur til að stækka. Amínósýrurnar eru ennfremur afar mikilvægar fyrir vöðvana eftir æfingu. Leucine amínósýran ásamt fleirum eru afar mikilvægar fyrir uppbyggingu vöðva og að ræsa ennfremur úrvinnslu prótíns úr fæðunni.Breskir og hollenskir vísindamenn hafa komist að því að úrvinnsla prótíns í vöðva var 20% meiri í fótlegg sem æfður var heldur en óæfðum fæti eftir prótínríka máltíð. Hægt er að mæla hversu mikið vöðvar nýta af prótíni eftir æfingu og voru sýni tekin úr æfðum og óæfðum vöðvum til þess að fá samanburð. Lærdómurinn sem draga mátti af þessari rannsókn var að gott væri fyrir vöðvauppbyggingu að fá sér prótíndrykk eða stykki hálftíma fyrir æfingu.
(Medicine and Science Sports Exercise,
41: 144-154, 2009)

Exit mobile version