Það er algeng mýta að karlar eigi auðveldara með að léttast og losna við aukakílóin en konur. Karlar og konur fara eftir sömu lögmálum hvað þetta varðar að því gefnu að orkueyðsla sé sambærileg. Það er breytilegt hvernig konur og karlar bregðast við æfingum en mismunurinn þar á felst mest í mismunandi matarlyst og mataræði fremur en breytileika í efnaskiptum eftir æfingar. Mestu skiptir að mæla vöðva- og fituhlutfall til að meta mismunandi léttingu eða fitubrennslu. Æfingar hafa mikil áhrif á efnaskiptaheilsu og lífsgæði á efri árum óháð þeirri skemmtilegu aukaverkun að stuðla að færri aukakílóum.
(Exercise Sport Science Reviews, 42: 92-101, 2014)