Site icon Fitness.is

Dýfur til að bæta bekkinn

Ertu hættur að bæta þig í bekknum? Er orðið alveg sama hvernig þú æfir og hversu mikið þú leggur þig fram, þá ríkir samt alger stöðnun? Ef þetta er þinn raunveruleiki, ættirðu að prófa að bæta dýfunum í æfingaáætlunina. Dýfurnar eru nefnilega mjög vel til þess fallnar að byggja upp axlir, þríhöfða og framhandlegg. Fyrir bekkpressuna getur það haft mikla þýðingu. Dýfurnar eru gerðar þannig að þú byrjar í uppréttri stöðu, með handleggina læsta á tveimur samhliða stöngum eða í þar til gerðu tæki. Láttu þig síðan síga niður þar til þú ert kominn niður að brjósti og ýttu þér síðan aftur upp þar til þú hefur rétt alveg úr handleggjunum. Þegar þú ferð að ráða vel við eigin líkamsþyngd er gott að vera með lyftingabelti og hengja lóð í spotta á það til þess að gera hana erfiðari. Hvort sem ætlunin er að bæta árangurinn í bekkpressunni eða einfaldlega að bæta á sig styrk óháðan markmiðum, er gott að taka þrjár til fimm lotur af fimm til átta endurtekningum með eins mikla þyngd og þú ræður við. Forðast skal að sveifla líkamanum til og reyndu að auka þyngdina í nokkrum skrefum til þess að varna meiðslum á olnboga. (NSCA Excercise Methods Notebook)

Exit mobile version