Site icon Fitness.is

Dagskrá Bikarmótsins í fitness

Styttist í Bikarmótið í fitness

Laugardaginn 18. nóvember fer fram Bikarmótið í fitness í Háskólabíói. Eins og á síðasta ári fer mótið fram á einum degi en innritun keppenda fer fram daginn áður.

Innritun, mæling og vigtun keppenda fer fram á föstudeginum. Klukkan 19:00 er innritun fitness- og vaxtarræktarflokka en klukkan 20:00 hefst innritun í módelfitness.

Á laugardeginum hefst forkeppni klukkan 10:00 fyrir hádegi og áætlað er að henni ljúki um 12:00. Úrslitin sjálf hefjast klukkan 17:00. Í dagskránni er hægt að sjá hvernig flokkum er raðað niður í tímaröð.

Í fyrsta skipti keppt í wellness

Nú er í fyrsta skipti keppt í svokölluðum wellness-flokki kvenna. Er það að erlendri fyrirmynd en wellness hefur náð miklum vinsældum á alþjóðlegum mótum. Ekki er búið að íslenska heiti þessa keppnisflokks en allar tillögur eru vel þegnar. Hugsanlega verður það ekki þýtt frekar en fitness. Erlendis hafa ekki verið gerðar tilraunir til að þýða wellness né fitness svo vitað sé.

Helstu einkenni wellness eru að meiri áherslur eru lagðar á línur í samræmi og hlutföllum keppenda og minni á skurði. Hann getur því hentað keppendum sem eru í góðu formi allt árið og fara ekki í jafn strangan niðurskurð og gert er í undirbúningi fyrir keppni í fitness- og vaxtarræktarflokkum. Einskonar off-season flokkur. Í fyrstu kann wellness að hljóma sem undarleg hugmynd en miðað við frábærar viðtökur erlendis er flokkurinn einfaldlega góð hugmynd.

Skráning keppenda

Skráning keppenda er enn í gangi en þeir sem eiga eftir að skrá sig eru hvattir til að gera það sem fyrst. Skráningareyðublaðið er hér.

Keppendalisti verður birtur nokkrum dögum eftir að skráningu lýkur.

Dagskrá keppenda

Dagskráin með birt fyrirvara um breytingar:

Exit mobile version