
Líkaminn framleiðir D-vítamín fyrir tilstilli sólarljóss en við fáum einnig þetta mikilvæga vítamín í gegnum fæðuna. Það gegnir mikilvægu hlutverki fyrir heilbrigði beina auk þess sem leiddar eru líkur að því að það komi í veg fyrir ákveðnar tegundir krabbameina, kransæðasjúkdóma, þunglyndi og heilabilun. Ástralskir vísindamenn hafa komist að því að D-vítamín er einnig mikilvægt fyrir testósterónmyndun eystnafrumna í rannsóknastofu. Eins einmanalegt og það nú hljómar að vera eysnafruma í rannsóknarstofu. Vísindamennirnir einangruðu vefi úr eystum og bættu við D-vítamíni ásamt lúteinmyndandi hormónum og IGF-1 sem hvoru tveggja örvuðu framleiðslu testósteróns. Þegar D-vítamíni var bætt við jókst testósterónmyndun. Þar sem rannsóknin fór fram í tilraunaglasi skal ósagt látið hvort hið sama eigi við í mannslíkamanum.
(Journal of Clinical Endocrinology Metabolism, 99: 3766-3773, 2014)