Site icon Fitness.is

Breytingar á styrk og vöðvamassa þegar hætt er að æfa

Bikarmót IFBB 2012Það er enginn keppandi svo fullkominn að vera í sínu besta formi allt árið. Það á bæði við um líkamsrækt og aðrar íþróttagreinar. Oftast skipta keppendur árinu niður í uppbyggingar- hvíldar og niðurskurðartímabil þegar líkamsrækt er annars vegar. Styrkleiki vöðva byggist á samspili margra mismunandi þátta sem ráða miklu um það hversu sterkur hann getur orðið. Vöðvaþræðir eru mismunandi og bregðast mismunandi við þjálfun. Vöðvastærð og samspil þeirra við taugakerfið er einnig áhrifaþáttur. Það er grundvallaratriði að vöðvar bregðast við þjálfun með því að stækka og styrkjast, en þau áhrif ganga til baka þegar hætt er að æfa. Samkvæmt könnum Franskra og Kanadískra vísindamanna glatast seiglan í vöðvunum fyrst þegar hætt er að æfa en eftir því sem lengur er hvílt dalar hámarksstyrkur og kraftur.

Afar persónubundið er hversu hratt vöðvar rýrna og missa styrk þegar hætt er að æfa. Aldur, gen og æfingareynsla skipta þar máli. Þeir þekkja það sem hafa reynt að einungis ein vika frá æfingum breytir því hvernig vöðvar bregðast við þegar aftur er byrjað að æfa. Ef hætt er að æfa til lengri tíma er hinsvegar mjög persónubundið hversu mikið og hratt fyrri geta vöðvana minnkar.

(Scandinavian Journal Medicine & Science in Sports, 23: e140-e149, 2013)

Exit mobile version