Site icon Fitness.is

Breytingar á módelfitness

módelfitnessÁ næsta Íslandsmóti IFBB verður boðið upp á að keppa í módelfitness 35 ára og eldri. Fram til þessa hefur einungis verið keppt í unglingaflokki og mismunandi hæðarflokkum en í ljósi mikillar þátttöku þykir ástæða til að bæta við 35+ flokki í þessari vinsælu keppnisgrein. Keppt er í þessum flokki á  ýmsum alþjóðlegum mótum en hann er hinsvegar ekki í boði á Evrópu- og heimsmeistaramótunum. Telja verður líklegt að svo verði innan skamms. Reikna má með að þessi nýi keppnisflokkur verði vinsæll hér á landi þar sem það er ekki sjálfgefið að það henti keppendum á þessum aldri að keppa í öðrum flokkum. Þetta er því kærkomin viðbót við Íslandsmótið.

Íþróttalotan í módelfitness fellur niður

Ákveðið hefur verið að fella niður íþróttalotuna í módelfitness þar sem keppendur komu fram í íþróttafatnaði að eigin vali. Ekki er keppt í þessari lotu á erlendum mótum og var því um séríslenska lotu að ræða. Eflaust eiga einhverjir keppendur eftir að sakna þessarar lotu en framkvæmd hennar hefur mælst misjafnlega fyrir eins og gengur. Með því að fella lotuna niður er framkvæmd keppninnar færð til samræmis við það sem keppendur eiga að venjast á alþjóðlegum mótum.

Uppfærðar reglur um módelfitness er að finna hér.

Exit mobile version