Site icon Fitness.is

Borðaðu snemma til að léttast

Misc Food (40)Tímasetning máltíða kann að hafa áhrif á það hversu vel gengur að fylgja mataræði sem ætlað er til að léttast samkvæmt niðurstöðum spænskrar rannsóknar. Kannað var hvort munur væri á léttingu eftir því hvort stærsta máltíð dagsins væri væri fyrir eða eftir klukkan þrjú á daginn. Það voru miðaldra konur sem tóku þátt í rannsókninni en þær sem borðuðu stærstu máltíðina seint léttust minna en hinar. Rannsóknin náði einungis yfir 20 daga tímabil og ber því að taka með fyrirvara. Þær sem borðuðu seint yfir daginn voru einnig líklegri til að sleppa morgunverði. Ekki var talinn munur á hitaeininganeyslu hópana og ekki mældist munur á hormónum sem stjórna matarlyst. Arfgengir þættir kunna að hafa áhrif á það hvenær fólk hefur tilhneygingu til að borða stærstu máltíðina. Spánverjar eru vanir að borða stærstu máltíðina í hádeginu á meðan íslendingar eiga því að venjast að borða stóran kvöldmat.

(International Journal of Obesity, 37: 604-611, 2013)

Exit mobile version