Site icon Fitness.is

Borðaðu rétt til að berjast við streituna

Streita er orðin full algengur fylgifiskur nútíma þjóðfélags og áhrif þess á líkamann eru síst jákvæð. Hægt er að vinna gegn neikvæðum áhrifum streitu með réttu mataræði.
Það sem gerist í líkamanum undir streitu er að aukið adrenalín fer út í blóðrásina sem aftur örvar hjartslátt, sendir blóð til vöðvana og þykkir blóðið. Aukið adrenalín í blóðrásinni krefst mikils C-vítamíns vegna þess að það þjónar stóru hlutverki í úrvinnslu þess, en ef skortur er á því geta afleiðingarnar orðið þær að ónæmiskerfið veikist.
Bættu því C-vítamínríkum fæðutegundum í mataræðið. Appelsínur, kiwi, paprika, ber, spergilkál ofl eru rík af C-vítamíni.
Prótínneysla skiptir einnig töluverðu máli vegna þess að lifur, nýru og lungu erfiða meira við að endurnýja vefi þegar streita er til staðar. Fituríkur fiskur eins og lax, silungur, túnfiskur og sardínur geta verið góður kostur vegna þess að þessar fæðutegundir innihalda nauðsynlegar fitusýrur sem geta þynnt blóðið og hugsanlega unnið gegn þykknisáhrifum adrenalínsins sem fylgir streitunni.

Exit mobile version