Site icon Fitness.is

Besti árangur frá upphafi á heimsmeistaramotinu

Kristín Kristjánsdóttir náði besta árangri sem íslenskur keppandi hefur náð á alþjóðlegu móti í fitness. Hún hafnaði í áttunda til níunda sæti með 73 stig í sínum flokki.Alls kepptu 266 keppendur á heimsmeistaramótinu frá 44 löndum. Kristín sem keppti í flokki 35 ára og eldri var í flokki með 23 keppendum sem allir eru sigurvegarar frá sínu landi og verður þessi árangur Kristínar því að teljast frábær. Fram til þessa hefur það verið takmark keppenda frá Íslandi að ná að komast í 15 manna úrslit sem verður að teljast góður árangur. Kristín hafnaði i áttunda til níunda sæti, en jafntefli var á milli þessara sæta í stigum. Fram til þessa var besti árangur íslendings 9 sæti, og eru íslensku keppendurnir því að vonum ánægðir með árangurinn. Kristín segist vera himinlifandi með þennan árangur en hún kom vel undirbúin til keppni. Hún sigraði sinn flokk á Bikarmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna fyrir tveimur vikum i Austurbæ og í dag var hú mjög skorin og geislaði á sviðinu. Maríanna Sigurðardóttir hafnaði i 11 sæti í unglingaflokki á heimsmeistaramótinu. Hún keppti þarna í fyrsta skipti á alþjóðlegu móti og verdur þessi árangur hennar somuleiðis ad teljast mjög góður. Sigurður Gestsson keppti í flokki fimmtíu ára og eldri en þar voru 27 keppendur. Hann atti því kappi við mjög erfiðan flokk en óhætt er ad segja ad sprengja hafi ordið í fjölda keppenda í eldri en 40 og 50 ára á þessum mótum. Sigurður náði ekki ad komast í topp 15 í flokknum en liklegt er að hann hafi verið mjög nálægt því ad komast í úrslit.

Exit mobile version